Farmers Market er íslenskt hönnunarfyrirtæki, stofnað 2005 af hjónunum
Bergþóru Guðnadóttur hönnuði og Jóel Pálssyni tónlistarmanni.

Innblástur er sóttur í ræturnar; íslenska arfleið, náttúru og menningu svo úr verður vörulína þar sem klassísk norræn hönnunarstef kallast á við mínímalískan módernisma þar sem sveitarómantíkin er aldrei langt undan.

Sjálfbærni, notagildi og virðing fyrir umhverfinu eru leiðarstef fyrirtækisins en fatnaðurinn hentar við fjölbreytt tilefni, útivist til jafns við borgarlíf.

TOP OF PAGE